12.08.2010
Ákveðið hefur verið að bjóða félagsmönnum í bíóferð í samvinnu við Borgarbíó. Farið verður í Borgarbíó fimmtudaginn 12. ágúst - kl. 20:00 á myndina SALT með Angelinu Jolie.
Nánari upplýsingar um myndina er að finna á: http://midi.is/bio/7/2464/
Lesa meira
06.08.2010
ER ENN LAUS ... aftur v. forfalla!
Vegna forfalla er vikan 6. til 13. ágúst í Lyngholti laus til umsóknar. Nánari upplýsingar um húsið er undir: "bústaður".
Lesa meira
16.07.2010
Nú eru komnar nokkrar myndir úr Flateyjarferðinni í möppu inni á myndasíðunni.
Lesa meira
15.06.2010
Unnar Þór Lárusson
30.04.1958 – 7.06.2010
Um leið og félagsmenn STÚA þakka áralanga samfylgd og samstarf
sendum við aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur.
Lesa meira
05.06.2010
Boðið verður upp á kvöldsiglingu á Skjálfandaflóa og ferð út í Flatey. - á dagskrá laugardaginn 5. júní nk. í samstarfi BRIMS & STÚA - innifalið verður: akstur Akureyri – Húsvík - Akureyri, sigling ( sérferð fyrir hópinn ), hvalaskoðun og léttar veitingar um borð, leiðsögn, grill í eyjunni (grillkjöt, salat, bakaðar kartöflur, köld sósa og gosdrykkir).
Lesa meira
09.05.2010
Árshátíð STÚA / BRIMS var haldin í Sjallanum í gærkvöld. Er ekki annað að heyra að hún hafi heppnast með ágætum; frábær veislustjóri, Jóhannes Haukur, hélt styrkum höndum utan um þetta allt, góður matur frá Greifanum, lipur þjónusta Sjallafólks og góð stemming.
Lesa meira
08.05.2010
Nú er aldeilis að styttast í árshátíðina okkar 8. maí nk. og þriðjudaginn 27. apríl verða auglýsingar og þátttökulistar settir upp.
Lesa meira
27.03.2010
Ákveðið hefur verið bjóða félagsmönnum og gestum þeirra að koma með í Freyvang laugardaginn 27. mars nk. Farin verður hópferð með langferðabifreið frá bílastæði BRIMS kl. 13:15.
Lesa meira
12.03.2010
Ákveðið hefur verið að bjóða félagsmönnum og gestum þeirra að sjá sýninguna Elvis í 75 ár föstudaginn 12. mars.
Flutt eru öll vinsælustu lög Elvis Presley af frábærum listamönnum með Friðrik Ómar í fararbroddi. Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að fá eðal nostalgíukast með þessum frábæru tónleikum. Einstök kvöldstund!
Lesa meira
06.03.2010
Bingó verður haldið í matsal Brims laugardaginn 6. mars nk. kl. 14:00.
Lesa meira