Helgarleiga í haust

Sem fyrr er bústaður félagsins, Lyngholt í Aðaldal, leigður til félagsmanna allan ársins hring. Hægt er að sjá hvaða helgar næstu mánuði hér á síðunni undir <bústaður> og einnig að senda inn umsókn. Eftir helgar eru lausar (m.v. 5. okt. 2012):
Lesa meira

Minning - Birna

  Minning Birna Tobíasdóttir 12.06.1947 – 27.08.2012   Um leið og félagsmenn STÚA þakka áralanga samfylgd og samstarf sendum við aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur.  
Lesa meira

Sigling um Eyjafjörð

Í gærkvöldi, laugardaginn 18. ágúst, hélt góður hópur STÚA-félaga og gesta þeirra í kvöldsiglingu með eikarbátnum Húna II. Lagt var af stað frá Torfunesbryggju upp úr kl. 18:30. Fyrst var siglt inn að Höpfnersbryggju og bæjarmyndin skoðuð af sjó undir leiðsögn Steina Pé. Að því loknu var siglt út með vesturströnd fjarðarins og þátttakendur gæddu sér á góðum og velútilátnum veitingum í veitingasal Húna.
Lesa meira

Kvöldsigling með HÚNA II

Laugardagskvöldið 18. ágúst nk. förum við í siglingu með HÚNA II
Lesa meira

Fjölþjóðahátíðin / tengill

http://brimhf.is/frettir/?ew_news_onlyarea=&ew_news_onlyposition=0&cat_id=48324&ew_0_a_id=292765  
Lesa meira

Fjölskyldudagur - grill

STÚA stendur fyrir fjölskyldudegi síðdegis fimmtudaginn 28. júní nk.Í boði verður þríréttuð grillveisla og meðlæti og líklega leikir og hoppukastali.
Lesa meira

Frábær samstaða í "Hjólað í vinnuna"

Nú þegar eru 40 starfsmenn búnir að skrá sig til þátttöku í átakinu "Hjólað í vinnuna" og fylla því 4 fullskipuð lið. Frábær samstaða og nú er bara að sýna hvað í okkur býr og klára dæmið með sóma.
Lesa meira

Heiðurstónleikar Freddie Merury

Félagsmönnum STÚA og gestum þeirra bjóðast nú miðar á "Heiðurstónleika Freddie Mercury" sem verða í Hofi 8. september nk. Flutt verða öll bestu lög Freddie Mercury en ferill hans hefur að geyma ógrynni af frábærum smellum sem náð hafa miklum vinsældum út um allann heim. Sem fyrr eru það söngvararnir Eyþór Ingi, Eiríkur Hauksson, Friðrik Ómar, Matti Matt, Magni og Hulda Björk sem leiða hóp glæsilegra tónlistarmanna.
Lesa meira

Valgeir Guðjónsson og gestir í HOFI

  Hópferð STÚA miðvikudaginn 16. maí 2012 - kl. 20:00 Valgeir er án efa einhver afkastamesti laga- og textahöfundur í sögu dægurtónlistar á Íslandi. Eftir hann liggja ófáar perlurnar, sem eru flestum landsmönnum kunnar hafa fylgt þeim í gegnum tíðina.
Lesa meira

30 ára afmæli STÚA

Í dag, 20. apríl 2012 eru 30 ár frá stofnun STÚA, sem upphaflega hét Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa hf. Er öllum félagsmönnum fyrr og nú óskað til hamingju á þessum tímamótum.  
Lesa meira