Á Strikið í stað grills

Laugardagskvöldið 19. júlí var fyrirhugað að halda örlitla „sumar-gleði“ og grillveislu fyrir félagsmenn STÚA en þegar til kom reyndist þátttaka ekki nægilega mikil til að hægt yrði að bjóða upp á það. Þess í stað var brugðið á það ráð að bjóða þeim félagsmönnum sem áhuga hefðu á að fara saman út að borða saman í hádeginu tiltekinn laugardag. Þó nokkrir tóku slaginn og mættu á Strikið í gríðarlegu góðu skapi og ekki spillti veðrið fyrir. Þetta var ánægjuleg stund og viðstaddir skemmtu sér hið besta yfir góðum mat.
Lesa meira

Keila ?

Mæting í "Keiluhöllina" 19:50, fimmtudag 3. júlí ! Fimmtudaginn 3. júlí nk. er fyrirhugað að fara í keilu ef næg þátttaka fæst ( til vara: föstudagur 4. júlí ) þátttakendur verða að vera að lágmarki 12
Lesa meira

Það gaf á bátinn…

Laugardaginn 7. júní í dagsferð til Húsavíkur og eins og ákveðið hafði verið, var lagt af stað í rétt fyrir kl. hálf tvö með langferðabifreið frá bílastæði Brims. Með í för voru 38 STÚA – félagar og gestir þeirra. Tveir til viðbótar voru teknir með við afleggjarann við flugvöllinn í Aðaldal og taldist því hópurinn 40 manns. Það fékk vægast sagt dræmar undirtektir þegar tilkynnt var um óvæntan viðburð, þ.e. að koma við í bústað félagsins og láta alla þátttakendur ( nema stjórn STÚA ) þrífa svolítið og mála þannig að það var slegið út af borðinu hið snarasta. ( enda e.t.v. ekki mikil alvara í því ).
Lesa meira

Lausar vikur í Lyngholti

Enn eru nokkrar vikur lausar í bústaðnum í Aðaldal: 13. júní til 20. júní 20. júní til 27. júní 27. júní til 4. júlí 4. júlí til 11. júlí 22. ágúst - 29. ágúst
Lesa meira

Hvalir + matur eða söfn + matur

Laugardaginn 7. júní nk. ætlum við í smáferð til Húsavíkur. Fyrirhugað er að fara með rútu frá Akureyri og munu þátttakendur geta valið um HVORT þeir komi með í hvalaskoðun á Skjálfanda EÐA farið í „safnaskoðun“ á meðan. Síðan fer allur hópurinn saman að borða.
Lesa meira

Minning

     Minning     Undanfarnar vikur hafa eftirtaldir fyrrum félagsmenn STÚA fallið frá:   Auður Guðjónsdóttir 6. júlí 1930 – 27. apríl 2008   Guðlaugur Stefán Jakobsson 3. mars 1921 – 4. apríl 2008   Sveinn Hjálmarsson 10. mars 1948 – 30. mars 2008   Um leið og félagsmenn STÚA þakka áratuga samstarf og samfylgd sendum við aðstandendum þeirra innilegustu samúðarkveðjur.  
Lesa meira

Sumarbústaður STÚA

Sumarleiga 2008 Í sumar gefst STÚA-félögum kostur á að leigja sumarbústað félagsins í Aðaldal. Hann verður leigður viku í senn ( á tímabilinu júní til september ) frá föstudegi til föstudags, og er gjaldið kr. 15.000,- ( ath. óbreytt verð sl. 3 ár ).
Lesa meira

Fyrsti heiðursfélaginn

Eins og flestum ætti að vera kunnugt lét Hallgrímur Gíslason af störfum um sl. áramót. Á stjórnarfundi STÚA 30. janúar sl. var ákveðið að velja Hallgrím heiðurfélaga og er hann þar með fyrsti heiðursfélaginn í 25 ára sögu STÚA.
Lesa meira

Aðalfundur STÚA 2008

Aðalfundur STÚA fyrir árið 2007 verður haldinn í matsal BRIMS við Fiskitanga fimmtudaginn 7. febrúar nk. og hefst hann kl. 20:00
Lesa meira

PRAG - breytt áætlun

Eftir að Heimsferðir aflýstu fyrirhuguðu beinu flugi sínu frá Akureyri til PRAG 14. mars nk. með stuttum fyrirvara var farið að kanna möguleikann á að þeir félagsmenn sem áhuga hefðu héldu sínu striki og færu til Prag. 
Lesa meira