Laugardagskvöldið 29. nóvember nk. kl. 20:00 verður boðið upp á fjölbreytt og glæsilegt Jólahlaðborð frá BAUTANUM í matsal ÚA ( matseðill hér að neðan ):


veislustjórar: Lára Sóley og Hjalti
Magni & Pétur Örn skemmta að loknu borðhaldi

verð: kr. 950 fyrir STÚA - félaga
verð: kr. 5.200 fyrir gesti ... ( miðaverð f. gesti m.v.  verðið fyrir matinn )

( fullt verð u.þ.b.  kr. 7.500 )

BARINN … verður að sjálfsögðu opinn og mun ágóði ( ef einhver verður ) renna í Ferðasjóð STÚA!

Skráning: þátttökulisti kemur upp mán. 24. nóvember. Vinsamlega skráið ykkur á hann EIGI SÍÐAR en miðvikudaginn 26. nóvember nk. kl. 15:00
Virðið skráningarfrest!

Fiskréttir:
Heitreyktur silungur með mangósósu
Grafinn lax með dillsósu og brauðsnittum
Lúxussíld með rúgbrauði og eggi
Marineraðar rækjur í mangó-chilisósu

Kjötréttir:
Kaldur hamborgarhryggur með rauðbeðusalati
Hangikjöt með kartöfluuppstúf
Hreindýrapaté með rifsberjahlaupi
Grafinn folaldahryggur með týtuberjasósu

Heitir réttir:
Grísapurusteik með heimalöguðu rauðkáli
Glóðarsteikt lambalæri með kryddhjúp
Glóðarsteikt önd „orange“ á grænmetisnúðlum
Sykurbrúnaðar kartöflur
Steikt grænmeti
Soðsósa

Meðlæti:
Ferskt blandað salat með vínberjum og ristuðum fræjum
Laufabrauð

Eftirréttir:
Ris a´la mande með karamellusósu
Marengeávaxtaterta með súkkulaði